Fjárlagafrumvarpið í hnotskurn

Fyrirtækið DataMarket hefur sett fjárlagafrumvarpið, sem lagt var fram sl. fimmtudag, í myndrænan búning. Eru þar tekin saman á einni síðu útgjöld og tekjur ríkisins, flokkað eftir ráðuneytum, og breytingar frá síðustu fjárlögum. 

Gert er ráð fyrir að gjöld ríkisins verði tæplega 556 milljarðar króna á næsta ári og tekjur 468 milljarðar. Fjárlagahallinn er því rúmlega 87 milljarðar. Tekjuskattar einstaklinga eru áætlaðir 143,5 milljarðar sem er aukning um 38,9% miðað við áætlaðar tekjur ríkisins í ár. Þá eru skattar á vöru og þjónustu áætlaðir rúmlega 76 milljarðar sem er 44,6% aukning. Gert er ráð fyrir að virðisaukaskattur verði 125,2 milljarðar sem er 2,3% samdráttur.

Vefsíða DataMarket

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert