Aukin framlög til löggæslumála

Stefnt er að því að efla almenna löggæslu.
Stefnt er að því að efla almenna löggæslu. mbl.is/Júlíus

Lagt er til fjárlagafrumvarpi næsta árs að fjárveiting til löggæslu og öryggismála hækki um 95 milljónir króna miðað við fjárlög yfirstandandi árs. Þar vegi langþyngst 150 milljóna króna sérstök fjárveiting sem er ætlað að efla almenna löggæslu.

Þá er sérstaklega haft í huga að forðast frekari fækkun lögreglumanna og koma í veg fyrir fyrirsjáanlegar uppsagnir um næstu áramót. 

Einnig á að nýta fjárveitinguna til að ráða svo sem kostur sé nýútskrifaða lögreglumenn, sem nú eru á atvinnuleysisskrá. 

Á móti vegur 40 milljóna króna hagræðingarkrafa, sem gerð er til lögregluembætta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert