Fjárframlög til háskóla lækka um 1,3 milljarða

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/Ómar

Heildarfjárveiting til háskóla og rannsókna lækkar um 1,3 milljarða króna á næsta ári frá gildandi fjárlögum þegar frá eru taldar launa- og verðlagsbreytingar, sem nema 497,5 milljónum kr. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár, sem lagt var fram í dag.

Fjárframlög og til háskóla og háskólastofnana lækka um 8,5% frá gildandi fjárlögum en aðrir liður um 10% eða meira. Framlög í sjóði á sviði rannsókna eru óskert. 

Þá kemur fram í frumvarpinu, að samtals falli niður 225 milljóna króna framlag til tímabundinna verkefna. Þyngst vega 175 milljónir til nýframkvæmda við kennsluálmu Háskólans á Akureyri, 25 milljónir til RES Orkuskóla og 14 milljónir til háskóla- og frumkvöðlaseturs á Hornafirði.

Fjárlagafrumvarpið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert