Stjórn Nýja Kaupþings fjallar um málefni móðurfélags Haga í dag

Stjórn Nýja Kaupþings mun á fundi sínum í dag fjalla um málefni eignarhaldsfélagsins 1998 ehf., sem er móðurfélag Haga.

Regin Freyr Mogensen lögfræðingur hjá Nýja Kaupþingi og annar tveggja fulltrúa fyrirtækisins í þriggja manna stjórn 1998 ehf. er hættur störfum hjá bankanum. Eftirmaður Regins í stjórn 1998 ehf. hefur ekki verið valinn.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag, en ekki náðist í Regin Frey í gærkvöldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert