Mansalsmálin loksins viðurkennd

Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Aðgerðaviðurkenningar Stígamóta árið 2009 eru í ár veittar þeim Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra, Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum, Öldu Hrönn Jóhannsdóttur stjórnanda lögreglurannsóknar hjá lögreglunni og Berglindi Eyjólfsdóttur rannsóknarlögreglukonu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stígamótum, en þar segir einnig að nú sé því fagnað að eftir tíu ára baráttu séu mansalsmál í klámiðnaði loksins tekin alvarlega.

„Með samstilltu átaki dómsmálaráðherra, lögreglustjóra á Suðurnesjum,  stjórnanda lögreglurannsóknar og sérfræðingi lögreglunnar í mansalsmálum sem allar eru konur, hefur verið ráðist í umfangsmiklar rannsóknir til þess að fletta ofan af mögulegu mansalsmáli. Þetta ber að þakka. Megi það verða fleirum hvatning til þess að hrinda í framkvæmd  lögum og áætlunum,“ segir í tilkynningunni.

Einnig eru veittar jafnréttisviðurkenningar Stígamóta og í ár hljóta þær Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann, leikskáld og rithöfundur, Fríða Rós Valdimarsdóttir höfundur skýrslu rauða krossins um mansal og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, leiðbeinandi hjá Stígamótum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert