Um 8.500 vilja að Icesave-málið fari í þjóðaratkvæði

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Árni Sæberg

Um 8.500 manns höfðu seint í gærkvöldi skráð nafn sitt á vef InDefence-hópsins og með því skorað á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að synja nýjum lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave staðfestingar. Taki forsetinn áskoruninni fer lagafrumvarpið í dóm þjóðarinnar.

Jóhannes Skúlason, einn aðstandenda InDefence, segir að opið verði fyrir skráningar á meðan málið er í meðförum Alþingis. Hann segir skráningum hafa fjölgað um 200-250 á klukkustund í gær.

Hjá skrifstofu forseta fengust þær upplýsingar að Ólafur Ragnar mundi ekki tjá sig um áskorunina að svo komnu máli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert