Legurúmum fækkað á Landspítala

Landspítali
Landspítali Ómar Óskarsson

Legurúmum fækkaði um tuttugu á lyflækningasviði Landspítalans um síðustu mánaðamót og er það liður í hagræðingaraðgerðum sviðins. Þess í stað verður dagdeildarplássum fjölgað en meðal þeirra deilda sem rúmum er fækkað eru hjartadeildir spítalans.

  Breytingarnar hafa verið lengi í undirbúningi, að því er fram kemur á vef Landspítalans og voru fyrst kynntar öllu starfsfólki viðkomandi deilda í lok september og um miðjan október.

„Ljóst er að innlögnum fækkar á þessum deildum og aðrar legudeildir lyflækningasviðs munu þurfa að taka meira til sín af innlagnarsjúklingum en áður."

Sjá nánar um hvaða deildir er að ræða

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert