Nýr meirihluti líklega í kvöld

Grindavík.
Grindavík. www.mats.is

Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Grindavík hittast á fundi í kvöld kl. 20. Hörður Guðbrandsson oddviti Samfylkingarinnar telur allar líkur á að þá verði gengið frá nýju meirihlutasamstarfi flokkanna.

Bæjarfulltrúar VG í Grindavík sendu frá sér tilkynningu síðastliðinn föstudag þar sem fram kom að þeir styddu ekki lengur meirihluta Framsóknarflokks og Samfylkingar í bæjarstjórn Grindavíkur.

Þeir óskuðu eftir viðræðum við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu um meirihlutasamstarf. Þetta kom fram á vef bæjarfélagsins. Samfylkingin er með einn bæjarfulltrúa en framsókn tvo. Bæjarfulltrúar VG eru tveir og Sjálfstæðisflokkurinn er með tvo bæjarfulltrúa.

Hörður Guðbrandsson, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur
Hörður Guðbrandsson, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur www.grindavik.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert