Komu í veg fyrir stofnun Kaupthing Edge í Hollandi

Áform Kaupþings í Hollandi voru stöðvuð.
Áform Kaupþings í Hollandi voru stöðvuð. mbl.is/Golli

Hollenski seðlabankinn lagðist gegn því að Kaupþing opnaði útibú fyrir sparireikning sinn Kaupthing Edge í Hollandi sumarið 2008 vegna áhyggna af ótraustri stöðu íslensks efnahagslífs, skömmu eftir að Landsbankinn opnaði Icesave-reikninginn í Hollandi í maí sama ár.

Um líkt leyti lýstu seðlabankar Ítalíu og Spánar yfir sambærilegum áhyggjum þegar Kaupþing hafði þar uppi sömu áform, sem svo runnu út í sandinn við hrun bankans.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kom það skýrt fram á fundum Kaupþings með Seðlabanka Hollands að ekki kæmi til greina að opna útibú Kaupthing Edge í Hollandi þar sem íslenski innistæðutryggingasjóðurinn ábyrgðist tryggingar. Ísland væri ekki talið standa undir því.

Sjá nánari umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert