Hörð gagnrýni en segja ennþá vilja til samstarfs

Kjósandi kemur út úr kjörklefa í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Kjósandi kemur út úr kjörklefa í Ráðhúsi Reykjavíkur. reuters

Forystumenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna ríkisstjórnina harðlega í framhaldi af þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag. Þrátt fyrir þetta segjast þeir vilja halda áfram samstarfi í frekari viðræðum um Icesave.

Niðurstaðan breytir að sögn Steingríms J. Sigfússonar og Dags B. Eggertssonar, varaformanns Samfylkingar, ekki neinu um stjórnarsamstarfið. Sitjandi stjórn sé sú besta og sterkasta sem völ sé á.

Stjórnarandstaðan er á öðru máli og telur ríkisstjórnina ekki njóta trausts almennings. Formaður Framsóknar vill að boðað verði til alþingiskosninga og þjóðstjórn taki við stjórnartaumunum fram að því. Formaður Sjálfstæðisflokksins útilokar ekki kosningar og segir þjóðina hafa lýst yfir vantrausti á stjórnina í atkvæðagreiðslunni.

Tíu þingmenn af þeim 41 sem Morgunblaðið ræddi við greiddu ekki atkvæði á laugardag, þar af sjö í Samfylkingunni. Aðeins einn þingmaður hennar sem í náðist kaus. Varaformaður flokksins vildi ekki gefa upp hvort hann greiddi atkvæði. Tveir þingmenn VG sem í náðist sátu heima sem og Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður. Hann sagði að milliríkjasamningar hentuðu ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu í þingræðisríkjum.

Sjá nánari umfjöllun um þjóðaratkvæðið og niðurstöður þess í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert