Óeining varð flokknum erfið

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, setur flokksþingið í gær.
Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, setur flokksþingið í gær. mbl.is/Ómar

Óeining í þingflokki Frjálslyndra reyndist flokknum erfið enda auðveldur fréttamatur. „Það komst ekki til skila til fólksins hvað stefna okkar var í raun góð,“ sagði Guðjón Arnar Kristinsson fráfarandi formaður Frjálslynda flokksins í setningarræðu sinni á flokksþingi í gær.

Guðjón segir  þá sem gengu til flokksins fyrir kosningarnar 2007 og urðu þingmenn hafa komið óeiningunni af stað. „Bitur reynsla okkar af því hvernig fór, kallar á að þeir sem verða samþykktir í framboð í framtíðinni, lýsi því yfir sjálfir að þeir muni víkja úr trúnaðarstöðum ef þeir vilja ekki vinna með flokknum og fara annað.“

Formaðurinn fráfarandi gerði skuldavanda heimilanna að umtalsefni. Sagði hann óviðráðanlegur og hægt hefði gengið að leysa þar úr málum. Vonandi bættu nýjustu aðgerðir stöðuna eitthvað. „Eitt er víst að það er auðveldara um að tala en í að komast. Næstu ár verða erfið fyrir fólkið í landinu á öllum sviðum," sagði Guðjón sem átti sæti á Alþingi frá 1999 fram til síðasta vors en í alþingiskosningum þá gulu Frjálslyndir afhroð og fengu engan mann kjörinn.

„Kreppa er staðreynd á Íslandi en hún er skilgetið afkvæmi sambúðar spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframanna. Frjálslyndi flokkurinn hafnar því að afleiðingarnar af henni lendi með fullum þunga á þeim síst skyldi og eiga enga sök. Allir eiga rétt á mannréttindum og viðunandi lífskjörum til verndar heilsu og vellíðan. Stöðva verður að fólk sé hrakið út af heimilum sínum sökum; kreppunnar, verð- og gengistryggðra lána. Tryggja verður sanngjarna lausn, lágmarksframfærslu og að sérstök áhersla verði lögð á aðbúnað þeirra sem erfa munu landi," segir Guðjón sem telur við aðstæður liggi beint við að auka tekjur þjóðarinnar með því að sjávarútveg og ferðaþjónustu. Þar geri þjóðin vel. Frjálslyndi flokkurinn hafi og ítrekað rökstutt að hægt sé að ná miklu mun meiri verðmætum í sjávarútvegi án aukins kostnaðar með því að fiskur fari á frjálsan markað, taka í burt hvata til brottkasts, veiðiheimildir verði auknar verulega og bæta nýtingu. Þá séu öguleikar ferðaþjónustunnar ótæmandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert