Ekki staðið við öll skilyrðin

Ábendingar hafa borist um að ekki hafi veirð staðið við …
Ábendingar hafa borist um að ekki hafi veirð staðið við öll skilyrði í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Steinunn Ásmundsdóttir

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur fengið ábendingar um að ekki hafi verið staðið við öll skilyrðin sem sett voru í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar 2001. Hún hefur falið Umhverfisstofnun að kanna hvernig staðið hefur verið við skilyrðin.

Í úrskurði ráðuneytisins var fallist á framkvæmdina með 20 tölusettum skilyrðum sem var ætlað að draga úr umhverfisáhrifum virkjunarinnar. Framkvæmdaraðila var falið að sjá til þess að skilyrðunum yrði fullnægt. Rekstur virkjunarinnar hefur nú staðið í á þriðja ár.

,,Þetta varðar aðallega fok og stöðu lónstæðisins, ég fékk ábendingu um að það væri amk. rétt að huga að þeim málum," segir Svandís. ,,Sveitarfélögin eiga að hafa eftirlit með þessu, það er á þeirra könnu.  Umfang framkvæmdarinnar er svo mikið að mér fannst rétt að fylgja þessum skilyrðum vel eftir."  

Úrskurður umhverfisráðuneytis frá 2001 um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert