Mikil röskun á flugi

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. Árvakur

Mikil röskun er á flugi til og frá Íslandi í dag. Allt flug liggur niðri um Keflavíkurflugvöll á þessari stundun en samkvæmt upplýsingum frá Icelandair náðist að fljúga til Frankfurt og Amsterdam snemma í morgun. Iceland Express hefur ekki getað flogið í morgun um Keflavíkurflugvöll. Öllu flugi til Lundúna hefur verið aflýst í dag.

„Flug Icelandair FI 450 til/frá Íslandi  London, Heathrow sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli í morgun hefur verið fellt niður og einnig síðdegisflug FI 454 til/frá London.

Morgunfluginu  til/frá Ósló, Kaupmannahafnar og Stokkhólms og sömuleiðis síðdegisflugi til/frá Kaupmannahafnar hefur verið seinkað og verða næstu upplýsingar gefnar klukkan 16.00.

Flug til/frá Amsterdam og Frankfurt er samkvæmt áætlun og sömuleiðis flug síðdegis til Boston og New York í Bandaríkjunum.

Um tvö þúsund farþegar eiga bókað flug með Icelandair á þeim flugum sem raskast hafa staðsettir hér á landi og erlendis. Óljóst er hver þróun gossins verður og hvenær flug verður á ný með eðlilegum hætti.

Farþegar eru hvattir til að fylgjast með fréttum, brottfarar- og komutímum á textavarpi og vefsvæðum, og á icelandair.is,“ segir í tilkynningu sem Icelandair hefur sent frá sér.

Samkvæmt vef Veðurstofunnar er spáin eftirfarandi: Suðvestan og vestan 5-10 m/s og úrkomulítið, en fer að rigna um vestanvert landið í dag. Snýst smám saman í norðaustanátt á morgun með slyddu og síðar éljum, en léttir til V-lands. Hiti 3 til 10 stig í dag en kólnar á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert