Myllan lækkar verð á ný

Myllan ætlar að lækka verð á öllum vörum fyrirtækisins á þriðjudag vegna lækkunar á gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni. Mun innlend framleiðsla Myllunnar lækka um 1,76% í verði og innfluttar vörur um 3,2%. Í mars lækkaði Myllan allar vörur fyrirtækisins um 2-3% og var ástæða lækkunarinnar sú sama og nú.

Að sögn Björn Jónssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs Myllunnar gildir verðlækkunin fyrir alla viðskiptavini fyrirtækisins.

Á hverjum fimmtudegi taka starfsmenn Myllunnar stöðuna á genginu og  ákveðið hvort breyta þurfi verðum. Er miðað við 5% frávik á genginu, það er ef evran lækkar um 5% þá er lækkun en ef evran hækkar um 5% þá hækkar Myllan sitt verð.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert