Launakröfur Kaupþingsstjóra fyrir dóm

Launakröfur þriggja yfirmanna Kaupþings voru teknar fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun er mál þremenninganna voru þingfest. Um er að ræða kröfu Steingríms P. Kárasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi. Þeir voru báðir handteknir nýverið af embætti sérstaks saksóknara.

Auk þeirra gerir Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrar, kröfu í bú Kaupþings.

Helgi Sigurðsson er lögmaður þeirra þriggja en Þröstur Ríkharðsson er lögmaður bankans.

Samkvæmt hádegisfréttum RÚV krefst Ingólfur ríflega 81 milljónar króna vegna þess sem hann kallar vangoldin laun. Þá krefst Steingrímur tæplega 25 milljóna króna. Guðný Arna krefst ríflega 12 milljóna úr búinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert