Staðnir að verki í Elliðaám

Minkur ógnar bæði fuglum og fiskum og truflar veiði í …
Minkur ógnar bæði fuglum og fiskum og truflar veiði í ánum.

Veiðiverðir og veiðimenn í Elliðaám hafa staðið boðflennur að því að stelast í veiðisvæði ánna upp á síðkastið. Bæði hefur sést til veiðiþjófa og minka á bökkum ánna. Þorsteinn Húnbogason, veiðivörður og leiðsögumaður í Elliðaám, kveðst hafa séð og heyrt af tveimur tilvikum veiðiþjófnaðar um liðna helgi. Annars vegar hafi hann komið að tveimur mönnum við veiðar við ósasvæði ánna og hins vegar hafi honum borist tilkynning um veiðiþjófnað tveggja manna við Teljarastreng. Ekki bar vel í veiði hjá þjófunum og segir Þorsteinn að veiðiaðferðirnar hafi ekki verið líklegar til árangurs.

Veiðimenn hafa einnig orðið varir við mink á veiðum í ánni. Einn veiðihópur horfði á eftir mink synda í áttina að andarungum úti í miðri á með miklum ærslagangi.

„Það er bagalegt að minkur sé að trufla veiðar,“ segir Þorsteinn og bætir við að fuglalífið á svæðinu hafi einnig skaðast vegna minksins. Þorsteinn kann einfalda skýringu á uppsveiflu minkastofnsins. „Mink fjölgar þegar náttúran blómstrar og hér hefur lífríkið styrkst.“ 12

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert