Tæplega 15 þúsund fjárnámsbeiðnir í ár

14.442 fjárnámsbeiðnir eru skráðar hjá sýslumanninum í Reykjavík það sem …
14.442 fjárnámsbeiðnir eru skráðar hjá sýslumanninum í Reykjavík það sem af er ári. mbl.is/Ómar

Í lok október 2010 höfðu 14.442 fjárnámsbeiðnir verið skráðar hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík á árinu Útburðarbeiðnir voru 35 talsins. Innsetningarbeiðnir voru í lok október 15 talsins, að því er fram kemur á vef embættisins.

 Árið 2009 voru 18.211 fjárnámsbeiðnir skráðar hjá embættinu. 49 útburðarbeiðnir bárust embættinu árið 2009 og 9 innsetningarbeiðnir.

Í lok október 2010 höfðu embættinu borist 42 kyrrsetningarbeiðnir. Á sama tíma höfðu 7 lögbannsbeiðnir og 7 löggeymslubeiðnir borist. Árið 2009 bárust sýslumanninum í Reykjavík 37 kyrrsetningarbeiðnir, 20 lögbannsbeiðnir og 6 löggeymslubeiðnir, samkvæmt frétt á vef sýslumannsins í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert