Verslaði alltaf við sama fyrirtækið

Laugar í Reykjadal.
Laugar í Reykjadal. mbl.is/Einar Falur

Fasteignir ríkissjóðs lofa bót og betrun en í áfangaskýrslu Ríkisendurskoðunar um viðskipti ríkisstofnana við 800 birgja kom í ljós að kaup Fasteigna ríkissjóðs á málningarvinnu á Akureyri og Laugum í Reykjadal á árunum 2007–2009 einskorðuðust við einn birgi.

Fjárlaganefnd Alþingis segir í sérstöku áliti, að Ríkisendurskoðun hefði bent á í skýrslunni, að val birgja væri of oft rökstutt með vísan til þess að á viðkomandi landsvæði væri aðeins einn aðili fær um að veita þá þjónustu sem þörf væri á. Við lauslega athugun hefði  Ríkisendurskoðun hins vegar fundið 11 málningarfyrirtæki með starfsstöð á Akureyri.

Ríkisendurskoðun sagðist ekki efast ekki um ágæti þess fyrirtækis, sem verslað var við í þessu tilfelli en telji viðskipti Fasteigna ríkissjóðs við fyrirtækið fara í bága við lög um opinber innkaup.   

Á fundi fjárlaganefndar með Ríkisendurskoðun kom fram að Fasteignir ríkissjóðs hefðu í hyggju að breyta verklagi sínu í samræmi við  þessar athugasemdir. Ríkisendurskoðun telji  ekki ástæðu til frekari aðgerða að sinni, en eftir þrjú til fjögur ár muni hún kanna með hvaða hætti Fasteignir ríkissjóðs hefðu brugðist við ábendingunum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka