Óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hefur óskað eftir því formlega að utanríkismálanefnd fundi um Icesave-málið. Í ræðustól fór hann raunar einnig fram á fund í fjárlaganefnd þingsins. Formaður utanríkismálanefndar sagði farið með beiðinina eftir þingsköpum.

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði á Alþingi í dag að þeim skilaboðum hefði verið komið til ráðherra, að Icesave-málið verði kynnt í nefndinni þegar það er komið á það stig að eðlilegt sé að gera það. Hann sagðist gera ráð fyrir að sambærileg kynning fari fram í fjárlaganefnd. Eig það bæði við um Icesave-samninginn og svarbréf til eftirlitsnefndar EFTA, fari svo að það verði sent.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði greinilegt að drög að Icesave-samningi væru í gangi, vergangi, því þau rötuðu ekki inn í þingið. Á fundi fjárlaganefndar í morgun þegar spurt var um þau mál sem nefndarmenn mættu eiga von á í nefndinni á næstunni hafi Icesave ekki verið nefnt. Hún fór því næst fram á að drögin verði kynnt í nefndinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert