Ekki kannað eftirlitssveit

Bandaríska sendiráðið við Laufásveg.
Bandaríska sendiráðið við Laufásveg. mbl.is/Sverrir

Vegna anna við að sinna öðrum málum sem bundin eru tímafresti, hefur embætti ríkissaksóknara ekki getað sinnt könnun á málefnum eftirlitssveitar bandaríska sendiráðsins við Laufásveg í Reykjavík.

Í skýrslu ríkislögreglustjóra frá desember sl. kom fram að svör sendiráðsins við spurningum ríkislögreglustjóra um eftirlitssveitina voru ófullnægjandi og skilaði könnun ríkislögreglustjóra fyrir vikið ekki niðurstöðu hvað varðar hugsanleg brot gegn íslenskum lögum.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sendi því embætti ríkissaksóknara málið til þóknanlegrar meðferðar með bréfi dagsettu 14. desember 2010.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert