Gjöld á eldri bifreiðar hækka

Gjöld á eldri bifreiðar hækka.
Gjöld á eldri bifreiðar hækka. mbl.is/Golli

Eigendur eldri bifreiða sem ekki hafa skráða losun koldíoxíðs í bifreiðaskrá geta búist við mikilli hækkun bifreiðagjalda.

Skýringin er ný aðferð við útreikning á bifreiðagjöldum sem öðlaðist gildi 1. janúar sl. en hún miðast við skráða losun koldíoxíðs frá bifreið. Áður hefur bifreiðagjaldið verið miðað við þyngd bifreiðar. Bifreiðagjaldið er eftir breytingu 120 krónur fyrir hvert gramm af skráðri kolefnislosun bifreiðar umfram 80 grömm.

Í fréttaskýringu um skattlagningu þessa í Morgunblaðinu í dag segir, að liggi upplýsingar um skráða losun koldíoxíðs ekki fyrir í bifreiðaskrá skuli losun ákvörðuð sem 0,12 grömm á hvert kíló skráðrar eigin þyngdar bifeiðar að viðbættum 50 grömmum af koldíoxíði.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), kveðst hafa haft spurnir af því að hækkunin getið numið tugum prósenta í einstaka tilvikum. Hann segir gjaldtökuna geta haft mikil áhrif á fyrirtæki með bílaflota.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert