Talaði aldrei um mútur

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Kristinn

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að hann hefði ekki viðhaft orðið mútur um Flóahrepp, Landsvirkjun og aðra í umræðum í gær.

Steingrímur kom í ræðustól til að bera af sér sakir og sagðist aldrei hafa talað um mútur eins og Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefði lagt honum í munn.

Þingmenn stjórnarnandstöðunnar brugðust hart við þessum ummælum Steingríms. Gunnar  Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði ráðherrann hafa talað um hvort menn eða fyrirtæki væru að kaupa sér niðurstöðu. „Getur verið að fjármálaráðherra hafi meint mútur?" sagði Gunnar Bragi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert