Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi

Rannsaka á ofbeldi á Íslandi.
Rannsaka á ofbeldi á Íslandi. mbl.is/Kristinn

Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi hefur formlega verið stofnuð í Háskólanum á Akureyri.

Markmið stöðvarinnar er að útrýma öllu ofbeldi, einkum gegn börnum og ofbeldi í nánum samböndum, m.a. með samvinnu við samsvarandi stofnanir og félög hérlendis og erlendis og með því að standa fyrir ráðstefnum og málþingum til að útbreiða þekkingu á ofbeldi og afleiðingum þess.

Rannsóknarmiðstöðin mun standa fyrir fjölbreyttri útgáfu til að efla þekkingu á ofbeldi og leiðum til að útrýma því og halda úti heimasíðu, ofbeldi.is, þar sem áhugasamir geta náð á einum stað í rannsóknarniðurstöður og fræðsluefni um ofbeldi. Einnig mun miðstöðin standa fyrir námskeiðum um ofbeldi fyrir ýmsa hópa og veita styrki til rannsókna á ofbeldi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert