Kæra afgreiðslu Alþingis

Frá umræðum á Alþingi um Icesave-samningana.
Frá umræðum á Alþingi um Icesave-samningana. mbl.is/Heiðar

Skrifstofa Hæstaréttar tók ekki við kæru Samstöðu þjóðarflokks á hendur Alþingi vegna afgreiðslu þess á Icesave og vísaði á ríkislögreglustjóra.

Forsvarsmaður flokksins afhenti ríkislögreglustjóra kæruna í gær og einnig Héraðsdómi Reykjavíkur og umboðsmanni Alþingis. Til stendur að afhenda forseta Íslands plaggið.

Kæran gengur út á það að kanna hvort samþykkt Alþingis á Icesave-lögunum hafi verið ólögleg og brjóti gegn stjórnarskrá þar sem sem með þeim sé unnið gegn hagsmunum landsins og lagðar svo miklar byrðar á skattborgara landsins að verulegar líkur séu á að þeir geti ekki staðið undir þeim.

„Það er ekki boðlegt að senda þjóðinni óútfylltan víxil í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Bjarni V. Bergmann, einn af stofnendum Samstöðu þjóðarflokks. Hann segist hræddur um að Ísland verði gjaldþrota vegna þessa máls og því sé nauðsynlegt að það verði dregið til baka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert