Hefði viljað sjá betri samning

Halldór Ásgrímsson
Halldór Ásgrímsson Eyþór Árnason

 „Sem Íslendingur hefði ég viljað sjá betri samning,“ sagði Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, um Icesave-samninginn í samtali við fréttavefinn euobserver í dag. Hann sagði að lægri vextir væru til bóta en pakkinn fjarri því að vera fullkominn.

„Ég hefði viljað sjá Bretland og Holland axla meiri ábyrgð,“ sagði Halldór, þar sem hann var staddur í Brussel í tengslum við fund Norrænu ráðherranefndarinnar.

„Bretar þurfa að taka sérstaklega til greina að þeir beittu hryðjuverkalögum á Ísland með alvarlegum afleiðingum. Það er eitthvað sem ein NATO þjóð gerir ekki gegn annarri NATO þjóð. Bretland hefði aldrei gert þetta gegn Bandaríkjunum,“ sagði Halldór.

Hann gagnrýndi einnig Evrópu fyrir „skort á virðingu“ fyrir hefðum og venjum norðurhjarafólks. Halldór spáði því að Ísland gangi í Evrópusambandið eftir allmörg ár.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert