Á Steve son eða dóttur á Íslandi?

Á varnarsvæðinu fyrrverandi
Á varnarsvæðinu fyrrverandi mbl.is/Ómar Óskarsson

Bréf Bandaríkjamannsins Steve Buffingtons í Velvakanda á fimmtudaginn í liðinni viku vakti nokkra athygli en hann var hermaður hér á landi 1979-1980. Hann segist hafa kynnst konu sem hafi heitið Ása og sé að leita að henni en viti ekki föðurnafnið.

Buffington gaf upp símanúmer sitt en hann býr í smáborginni Cartersville, skammt frá milljónaborginni Atlanta í Georgíu. Hann starfar þar við félagsþjónustu hjá skólakerfinu en einnig er hann kjörinn aðstoðardómari í sinni sýslu.

Hann segist vera mjög þakklátur Morgunblaðinu fyrir að birta bréfið en hefur ekki fengið nein svör enn þá. „Þegar ég var í Keflavíkurstöðinni var ég með Ásu,“ segir Buffington. „Enskan hennar var álíka slæm og íslenskan mín svo að við áttum ansi erfitt með að tala saman! Við urðum samt mjög náin og ég hef oft velt því fyrir mér hvort hún hafi verið barnshafandi þegar ég fór frá Íslandi. Ég hef aldrei farið þangað aftur og við höfum ekki haft neitt samband síðan, en ég hafði það á tilfinningunni að hún væri með barni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert