Áhyggjur af þróun mála í Arabalöndum

Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Árni Þór Sigurðsson.
Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Árni Þór Sigurðsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þar sem ríkisstjórninni er falið að koma á framfæri á alþjóðavettvangi áhyggjum Íslands af þróun mála í ýmsum arabalöndum við Miðjarðarhaf og í Norður-Afríku.

„Ísland getur ekki, sem herlaust land og rödd friðar og mannréttinda á alþjóðavettvangi, stutt stríðsrekstur sem fer fram úr umboði Sameinuðu þjóðanna. Alþingi styður mannréttinda- og lýðræðisbaráttu í Túnis, Egyptalandi, Líbíu, Sýrlandi, Jemen, Sádi-Arabíu, Barein, Palestínu og víðar og felur ríkisstjórninni að tala máli friðsamlegra lausna í þeim átökum og deilum sem nú eiga sér stað í þessum heimshluta,“ segir í tillögunni.

Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, en þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins standa að tillögunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert