Lagasetning möguleg

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra.
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála, segir ekki hægt að útilokað þann möguleika að gripið verði til lagasetningar á yfirvinnubann flugmanna sem tók gildi klukkan tvö í dag. Hún leggur þó áherslu á að um væri að ræða örþrifaráð ef til þess kæmi.

„Það væri auðvitað óyndisúrræði að þurfa að grípa til þess. En eitthvað svona fer að dragast á langinn og fer að hafa verulega skaðleg áhrif á ferðaþjónustuna þá náttúrulega hljóta menn að horfa á hlutina í heildarsamhengi og það er enginn undanskilinn í því,“ segir Katrín.

Hún bendir á að ýmislegt verði að hafa í huga í þessu sambandi. Þjóðin sé að vinna sig upp úr mjög erfiðri stöðu efnahagslega og þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan skili þjóðarbúinu skipti miklu máli fyrir það.

Þá sé um háannatíma að ræða fyrir iðnaðinn auk þess sem hann hafi orðið fyrir ýmsum búsifjum á undanförnum misserum vegna jarðhræringa sem lagðir hafi verið miklir fjármunir í að bæta meðal annars með kynningarátökum erlendis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert