Málinu vísað til ríkissaksóknara

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur sent mál Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, sem kært var til embættisins í  júní 2009, til ríkissaksóknara til frekari meðferðar þar sem um er að ræða meint brot á þeim hegningarlagaákvæðum sem ríkissaksóknari fer með ákæruvald í.

Lífeyrissjóðurinn lánaði Kópavogsbæ 600 milljónir á árinu 2008, en það var um 20% af eigið fé sjóðsins. Fjármálaeftirlitið vísaði málinu til efnahagsbrotadeildar. Samhliða var stjórn sjóðsins vikið frá, en í henni áttu sæti bæjarfulltrúar í Kópavogi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert