Öll hafa hækkað eldsneytisverð

Eldsneytisverð hefur hækkað á ný hjá öllum olíufélögunum.
Eldsneytisverð hefur hækkað á ný hjá öllum olíufélögunum. mbl.is/Árni Sæberg

Olíufélögin hafa nú öll hækkað verð á eldsneyti eftir að stóru félögin; N1, Olís og Shell, riðu á vaðið í gær með hækkun. Þá hækkaði bensínlítrinn hjá þeim um 2 krónur og díselolíulítrinn um 2,30 krónur. Nú síðdegis bættust sjálfsafgreiðslufélögin í hópinn, þ.e. Orkan, Atlantsolía og ÓB.

Skammt er liðið síðan félögin lækkuðu eldsneytisverð og fór bensínið lægt í rúmar 227 krónur lítrinn. og díselolíulítrinn í 230. Nú er lítrinn á díselolíu kominn í 235,20 krónur til 235,60 kr. Bensínlítrinn er á ný kominn yfir 230 krónur, lægst er verðið 230,40 kr. hjá Orkunni og hæst 232,90 kr. hjá Shell.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert