Stýrið fór af Ölmu

Alma dregin til hafnar.
Alma dregin til hafnar.

Nú er vitað fyrir víst að stýrið fór af flutningaskipinu Ölmu sem liggur nú við bryggju á Fáskrúðsfirði. „Köfunin í dag leiddi það í ljós að stýrið er ekki þarna. Þá vita menn það og er það nú fulltrúa útgerðar- og tryggingafélags að ákveða næstu skref eftir helgina," segir Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa sem eru umboðsaðili fyrir Ölmu hér á landi.

Alma missti stýrið við innsiglinguna í Hornafjarðarhöfn í fyrrinótt og togskipið Hoffellið dró skipið til Fáskrúðsfjarðar. Skýrslur voru teknar af áhafnarmeðlimum Ölmu og Hoffells í dag fyrir rannsóknarnefnd sjóslysa. Er það hefðbundið ferli þegar svona kemur upp á að sögn Garðars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert