Huang að kynna sér ákvörðunina

Huang Nubo vill byggja upp ferðaþjónustu.
Huang Nubo vill byggja upp ferðaþjónustu. Ernir Eyjólfsson

Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo er að kynna sér umsögn innanríkisráðuneytisins sem hefur hafnað beiðni hans um að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum. Mun hann líklega senda frá sér yfirlýsingu um málið að því loknu segir Halldór Jóhannsson, aðstoðarmaður Huangs á Íslandi.

Halldór segir Huang og hans fólk nýbúið að fá þýðingu á umsögn ráðuneytisins. Ekki sé hægt að segja neitt um ákvörðunina þar til hann hafi náð að kynna sér hana. Átta klukkustunda tímamismunur er á Íslandi og Kína og er klukkan að ganga tíu að kvöldi þar.

„Þetta er afdráttarlaus höfnun en eins og kemur fram í umsögninni er það eingöngu vegna þess að þetta er útlent fyrirtæki utan EES annars vegar og hins vegar það að þetta sé of stór jörð. Ég kannast ekki við það að það séu í lögunum einhver stærðarmörk,“ segir Halldór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert