Sleppt úr gæsluvarðhaldi

Þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, sem úrskurðaðir voru í vikulangt gæsluvarðhald í síðustu viku, var sleppt í dag, að því er kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Um var að ræða Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, og Inga Rafnar Júlíusson, sem starfaði í verðbréfamiðlun Glitnis.

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu sérstaks saksóknara um að mennirnir þrír yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð sl. föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert