Andstæðingar og óvinir nota réttarkerfið

Fjallað er um Landsdómsákæruna á hendur Geir H. Haarde í …
Fjallað er um Landsdómsákæruna á hendur Geir H. Haarde í Washington Post. mbl.is/Ómar

„Þetta eru pólitísk réttarhöld,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í viðtali við Washington Post sem birtir í dag umfjöllun um ákæruna á hendur Geir fyrir landsdómi. 

„Pólitískir andstæðingar og óvinir mínir ákváðu að nota réttarkerfið til að ná sér niðri á mér og mínum stjórnmálaflokki. Þetta minnir mig á ógeðfelldari hluti frá fyrri tíð í öðrum löndum,“ segir Geir við blaðamann Washington Post. 

Í greininni segir að margir þingmenn þrýsti eftir sem áður á um að réttarhöldin hafi sinn gang. Vitnað er í Margréti Tryggvadóttur, þingmann Hreyfingarinnar, sem segir að að sjálfsögðu séu margir fleiri ábyrgir fyrir hruninu. „Þetta er ekki réttlátt en hrunið var ekki réttlátt gagnvart hinum óbreyttu Íslendingum, sem trúðu því að þeir byggju í eðlilegu og réttlátu samfélagi. ...Hann var forsætisráðherra og hann var skipstjórinn á bátnum,“ segir Margrét. 

Í fréttinni segir einnig að þetta mál, sem hafi átt að stuðla að réttlæti, hafi nú orðið til þess að kveikja harðar deilur á ný um hvort gera eigi einn mann ábyrgan fyrir syndum margra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert