Sjö ráðherranefndir starfandi

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Núverandi ríkisstjórn hefur skipað sjö ráðherranefndir sem nú eru starfandi. Þetta kom fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn frá Sigurði Inga Jóhannssyni alþingismanni.

Þessar sjö nefndir eru ráðherranefndir um Evrópumál, jafnréttismál, efnahagsmál, ríkisfjármál, atvinnumál, endurskoðun frumvarps um stjórn fiskveiða og um stjórnkerfisumbætur. 

Í svarinu kemur fram að engar svokallaðar óformlegar ráðherranefndir eru starfandi en þær voru gagnrýndar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert