Umferðarmerkjum stolið

Bolungarvíkurgöng
Bolungarvíkurgöng mbl.is/Helgi Bjarnason

Starfsmenn Vegagerðarinnar á Ísafirði urðu heldur betur hvumsa er þeir sáu að búið var að stela 12 umferðarmerkjum úr Bolungarvíkurgöngunum og tveim umferðarmerkjum af þjóðveginum við Vatnsfjarðarháls inni í Djúpi. 

Þjófnaðurinn uppgötvaðist í fyrradag, en ekki er vitað nákvæmlega hvenær hann átti sér stað, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Merkin úr Bolungarvíkurgöngunum eru upplýsingarmerki með bókstöfum á frá A til L 50 x 60 sm að stærð, á bláum gruni með hvítum stöfum . 

Skiltin við Vatnsfjarðarháls voru annars vegar hinn hefðbundni þríhyrningur með upphrópunarmerki á „Önnur hætta“ og undirmerki þar við sem á stóð „Impassible“.

Kostnaður við hvert þessara umferðarmerkja er 60.000 krónur eða samtals 840.000 krónur.

Hver sá sem getur gefið upplýsingar um þjófnaðina er beðinn um að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 450 3731.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert