Ákveðinn misskilningur

Salvör Nordal
Salvör Nordal mbl.is/Árni Sæberg

Salvör Nordal, formaður samráðshóps vegna umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið, segir að um ákveðinn misskilning hafi verið að ræða á milli hennar og framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, Eiríks Blöndal, um samráðshópinn. En í frétt mbl.is fyrr í dag kom fram að Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, segði að tveimur einstaklingum, sem samtökin tilnefndu í samráðshóp vegna umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið, hefði verið hafnað.

„Ég óskaði eftir fundi með (framkvæmdastjóranum) í tölvubréfi 6. febrúar sl. til að skýra sjónarmið okkar. Þeirri beiðni svaraði hann ekki og var hún ítrekuð nokkru seinna.

Framkvæmdastjórinn frestaði fundi sem við höfðum ákveðið í þessari viku en nú stendur til að við hittumst fljótlega eftir helgi til að ræða málin. Ég á því von á að samstarfið við Bændasamtökin eigi eftir að verða farsælt á þessum vettvangi,“ segir Salvör.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert