Lýsir yfir andstyggð á frumvarpi

Frá flokksráðsfundi VG í gær
Frá flokksráðsfundi VG í gær mbl.is/Ómar Óskarsson

Í ályktun sem Héðinn Björnsson lagði fram á flokksráðsfundi VG sem nú stendur yfir er lagt til að fundurinn lýsi yfir andstyggð sinni á frumvarpi Bjarna Benediktssonar um að Alþingi grípi inn í starf landsdóms og feli fulltrúum sínum á þingi að berjast gegn framgangi þess, að því er fram kemur í ályktuninni.

Í greinargerð sem fylgir með ályktuninni segir: „Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur uppgjör við ábyrgðarmann hrunsins vera afgerandi fyrir framtíð lands og þjóðar. Frumvarp Bjarna Benediktssonar er hluti af tilraun til að hindra það ferli og er í andstöðu við hagsmuni þorra íslensku þjóðarinnar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert