Viðræðum ljúki fyrir kosningar

Jón Bjarnason, þingmaður VG, segir að öllum hljóti að vera ljóst að Evrópusambandsmálinu verði að ljúka fyrir næstu alþingiskosningar. Þetta kemur fram á bloggvef Jóns.

Í sama streng tekur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandi. Hann segir að verið sé að eyða gríðarlegum fjármunum og vinnu í einhverjar viðræður sem jafnvel skila engu.

Ögmundur segir að ef hann hefði séð fyrir skeytasendingar utanríkismálanefndar varðandi orkumál  hefðu runnið á hann tvær grímur varðandi samþykkt ríkisstjórnarflokkanna að sækja um aðild að ESB árið 2009. Hann segist hins vegar standa við ákvörðun sína.

Ögmundur segir að flýta eigi viðræðunum en honum líði alls ekki vel með aðildarviðræðurnar. Setja eigi ströng tímamörk varðandi hvenær þeim ljúki eða í síðasta lagi fyrir næstu alþingiskosningar.

Jón segir í bloggi sínu að VG fari ekki aftur í kosningabaráttu undir kjörorðinu: „Sækjum aldrei um aðild að ESB“ eins og fyrir síðustu kosningar. Né heldur með slagorði: „Stöndum utan ESB“, með umsókn um aðild og aðlögun að ESB á fullu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert