Jóhanna styður frávísun

Össur Skarphéðinsson og Jôhanna Sigurðardóttir.
Össur Skarphéðinsson og Jôhanna Sigurðardóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun greiða atkvæði með tillögu Bjarna Benediktssonar um að vísa máli á hendur Geirs H. Haarde frá. Ráðherrann upplýsti þetta á þingi í dag. Hún sagði niðurstöðu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar mjög vel rökstuddda.

Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sagði engar efnislegar ástæður til að vísa málinu frá. Þingið ætti ekki að hafa afskipti af málum sem rekin væru fyrir dómstólum og því ætti þingið að vísa málinu frá.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði rökleysu að fara fram á frávísun málsins á þessum tímapunkti. Grundvallaratriði væri að málið fengi efnislega meðferð.

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, hvatti til þess að frávísunartilagan yrði felld þannig að þingmenn gætu greitt atkvæði um tillögu Bjarna. Hann sagði ljóst að einhverjir þingmenn hefðu skipt um skoðun á málinu, í hvora áttina sem væri. Þeir yrðu að fá að segja sitt álit, og því væri ekki um að annað að ræða en að fella frávísunarkröfuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert