Sigurjón annar varaformaður Samstöðu

Lilja Mósesdóttir formaður Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar.
Lilja Mósesdóttir formaður Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar. mbl.is/Ómar

Á fundi stjórnar Samstöðu - flokks lýðræðis og velferðar 29. febrúar sl. var Sigurjón Norberg Kjærnested kjörinn annar varaformaður flokksins eftir að Sigurður Þ. Ragnarsson ákvað að segja skilið við hann, segir í tilkynningu.

Varaformenn flokksins eru tveir (karl og kona). Agnes Arnardóttir, sem búsett er á Akureyri, hefur gegnt öðru embætti varaformanns frá stofnfundi Samstöðu. Formaður flokksins, Lilja Mósesdóttir, er talsmaður flokksins út á við. Í forföllum formanns gegnir annar tveggja varaformanna störfum formanns segir í tilkynningu frá Samstöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert