Segir stjórnarandstöðuna halda lífi í stjórninni

Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins, fremst á myndinni.
Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins, fremst á myndinni. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Baráttan sem er framundan mun ekki snúast um vinstri eða hægri. Hún mun snúast um hvort hér verði áfram sérhagsmuna- og klíkusamfélag. Fólk sem vill ná árangri í krafti eigin dugnaðar eða verðleika – hlýtur að vilja róttækar breytingar,“ segir Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins, á heimasíðu sinni í dag en flokkur hans er hluti af nýrri stjórnmálahreyfingu ásamt Borgarahreyfingunni og Hreyfingunni sem fengið hefur nafnið Dögun.

Sigurjón segir að mikilvægt sé að þeir sem vilji umbætur á íslensku samfélagi „sameini krafta sína í Dögun og myndi öflugt stjórnmálaafl. Ef vel tekst til þá er ég viss um að Dögun muni verða til þess að örmagna ríkisstjórn AGS og Steingríms J. Sigfússonar fái loksins hvíldina.“

Hann segir það eina sem haldi lífi í ríkisstjórninni sé að stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, séu ekki fýsilegir kostir. Framsókn sé enn undir sterkum áhrifum fyrri forystumanna flokksins og Sjálfstæðisflokkurinn „með sína kúlulánaþingmenn“.

Sigurjón segir flesta landsmenn geta sameinast undir baráttumálum Dögunar og að mikilvægt sé að koma stefnunni sem fyrst til framkvæmda.

Heimasíða Sigurjóns Þórðarsonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert