Héldu þingflokksfundi

mbl.is/Eggert

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaforseti Alþingis, sleit fundi í stutta stund laust eftir kl. 16 í dag þegar upplýst var að Samfylkingin og VG hefðu verið á þingflokksfundi þó að þingfundur stæði yfir.

Umræða hefur staðið í dag um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Það eru fyrst og fremst þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hafa tekið þátt í umræðunni.

Eftir að spurðist út að stjórnarflokkarnir sætu á þingflokksfundi kröfðust nokkrir þingmenn að hlé yrði gert á þingfundi. Bentu þingmenn á að nefndarfundir væru jafnan ekki haldnir meðan þingfundur stæði yfir. Sama ætti að eiga við um þingflokksfundi.

Eftir að þingfundi var framhaldið hófst umræða um fundarstjórn forseta. Fram kom að fundi Samfylkingarinnar væri lokið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson krafist þess að fá upplýsingar um hvort þingflokksfundur VG stæði enn yfir. Álfheiður Ingadóttir kom upp í ræðustól og sagðist hlusta á ræður þingmanna stjórnarandstöðunnar en svaraði því ekki hvort þingmenn VG væru enn á þingflokksfundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert