Afar fámennt á Austurvelli

Öryrkjabandalag Íslands er með borða við öryggisgirðinguna á Austurvelli.
Öryrkjabandalag Íslands er með borða við öryggisgirðinguna á Austurvelli. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Einungis tíu til tuttugu manns eru á Austurvelli en lögregla er með töluverðan viðbúnað vegna þingsetningarathafnarinnar sem hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni.

Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands setur Alþingi, 141. löggjafarþing, og að því loknu flytur forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, ávarp. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16.00.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert