Tveir stórir borar á sama tíma

mbl.is

Tveir stórir borar Jarðborana verða notaðir hér á landi á næstunni. Verður það í fyrsta skipti frá bankahruni sem tveir stórir borar fyrirtækisins eru að verki hér á sama tíma. Báðir borarnir eru fluttir hingað úr verkefnum erlendis.

Jarðborinn Geysir var fluttur frá Azoreyjum til að bora rannsóknarholu á Þeistareykjum. Landsvirkjun er að undirbúa jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi, meðal annars vegna áforma um atvinnuuppbyggingu á Norðausturlandi, og hefur verið að láta bora rannsóknarholur. Í útboði í haust kom fram að áformað væri að bora tvær háhitaholur og hljóðaði tilboð Jarðborana upp á 1,1 milljarð.

HS orka hefur samið við Jarðboranir um boranir við Reykjanesvirkjun. Er það til að halda við gufuöflun fyrir virkjunina. Þessum borunum er ætlað að tryggja núverandi rekstur orkuversins með nauðsynlegu varaafli og um leið að leggja drög að orkuöflun fyrir stækkun orkuversins, samkvæmt upplýsingum HS orku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert