Stefnir í átök á vinnumarkaði

Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna,
Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, mbl.is/Ómar Óskarsson

Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir ljóst að með þeirri skattlagningu sem ríkisstjórnin ætlar að leggja á sjávarútveginn sé ljóst að hlutaskiptakerfið getur ekki staðið óbreytt. Verði henni ekki breytt stefnir í átök á vinnumarkaði með tilheyrandi afleiðingum og tjóni en í núverandi kerfi deila útgerðin og sjómenn kjörum.

„Stjórnvöld halda því fram að skattlagningin muni ekki hafa áhrif á launakjör sjómanna. Hvernig má það vera, að ef ríkið tekur 10-20% af tekjunum sé útgerðum ætlað að greiða um 40% í laun og launatengd gjöld af þeim fjármunum sem fyrirtækin hafa ekki, segir Adolf í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í dag.

Kraftar farið í varnarbaráttu

Hann segir að undanfarin þrjú ár hafi allt of mikið af kröftum þeirra sem starfa í sjávarútvegi farið í varnarbaráttu sem komin er til af mannavöldum.

„Við höfum glímt við hverja atlögu stjórnarflokkanna á fætur annarri. Það sem hefur verið einkennandi fyrir þær allar, er að settar hafa verið fram hugmyndir og síðan lagafrumvörp án þess að afleiðingarnar væru metnar.

Það hefur síðan verið hlutverk okkar og fjölda annarra að sýna fram á skaðsemi hugmyndanna. Með gögnum og rökum hefur verið reynt að sannfæra þá sem fara með hið pólitíska vald. Það hefur því miður vægast sagt gengið illa.
Þegar þeir sem með valdið fara nálgast verkefnið eins og að guðleg forsjón hafi falið þeim að leiða þjóðina í heilögu stríði vandast málið.

„Orrustan um auðlindirnar“, „almannahagsmunir gegn sérhagsmunum“, „þjóðin fái arð af þessari auðlind sinni“, „enginn eigi réttmæta kröfu til arðs af auðlindinni nema þjóðin“ er meðal kunnuglegra orðaleppa,“ segir í ræðu Adolfs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert