Skattheimta

Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

„Orðið skattalækkun finnst ekki í orðabók Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvegaráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, ekki frekar en í bókum annarra ráðherra ríkisstjórnar vinstri flokkanna“, segir Óli Björn Kárason varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Hófsemd í skattaheimtu er framandi í huga þeirra, segir Óli Björn og vegna þessa er meginstefið í stjórnarstefnunni að skattleggja allt sem hreyfist.

Í grein sinni segir Óli Björn m.a.: „Vinstri menn hafa því miður átt í erfiðleikum með að skilja samhengið á milli hagsældar og hófsemdar í skattheimtu. Þeir líta á fyrirtæki og heimili sem skattstofna í óseðjandi og endalausri viðleitni við að fjármagna rándýrt stjórnkerfi hins opinbera, flóknar millifærslur og stöðugt stækkandi eftirlitskerfi hins opinbera“.

Lokaorðin í grein varaþingmannsins eru þessi: „Þó kjósendur hafi ekki getað treyst loforðum stjórnarflokkanna frá síðustu kosningum um skjaldborg um heimilin, andstöðu við aðild að Evrópusambandinu, aukið gegnsæi í stjórnsýslu og beint lýðræði, segir reynslan að einu geti þeir treyst: Hótunum um frekari skattahækkanir“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert