„Hef ekki hugmynd um það“

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég hef ekki hugmynd um það hversu margir kæmu inn fyrir Ísland og ég tel það ekki skipta neinu höfuðmáli,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, við spurningu Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, við spurningu hennar um embættiskvóta Íslands við hugsanlega inngöngu í ESB.

Vigdís sagði á Alþingi í dag það liggja fyrir að Króatía fái 249 einstaklinga í embættismannakvóta þegar þeir ganga formlega í Evrópusambandið. Hún spurði forsætisráðherra því næst hver kvóti Íslendinga verði gangi þeir í sambandið.

Eftir svar ráðherra kom Vigdís aftur upp í ræðustól og sagði það einkennilegt að forsætisráðherra skuli ekki vita hversu stór embættiskvóti Íslendinga verði við inngöngu.  Hún hyggst af þessum sökum leggja fram skriflega fyrirspurn um sama efni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert