Ein áminning og svo úr dómsal

Komið með Annþór Kristján Karlsson og Börk Birgisson í dóminn …
Komið með Annþór Kristján Karlsson og Börk Birgisson í dóminn í morgun. mbl.is/Júlíus

Dómari í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og átta öðrum hóf aðalmeðferðina á því að fara yfir reglur um vinnufrið. Tók hann fram að sakborningar fengju eina áminningu en yrði eftir það vikið úr dómsal ef þeir trufluðu dómþingið.

„Tekið er fram að trufli einhver þingfrið verður viðkomandi vikið úr dómsal. Ákærðu fá eina áminningu en er svo vikið úr dómsal. Þetta á öllum að vera ljóst,“ sagði Ástríður Grímsdóttir dómformaður, en dómurinn er fjölskipaður.

Er þetta gert að gefnu tilefni en við þingsetningu málsins var vinnufriður takmarkaður vegna óláta sakborninga.

Mennirnir eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulegar líkamsárásir, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert