Þrír vilja gera Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng eiga að liggja á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.
Norðfjarðargöng eiga að liggja á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.

Þrír aðilar óskuðu eftir að taka þátt í útboði vegna Norðfjarðaganga, en frestur til að lýsa þátttöku í forvali rann út 13. nóvember.

Fyrirtækin þrjú eru Ístak hf., Mestostav as frá Tékklandi í samstarfi við Suðurverk hf. og IAV hf. í samstarfi við og Marti Contractors ltd. frá Sviss.

Eiginlegt útboð mun fara fram um mánaðamótin janúar/febrúar á næsta ári. Reiknað er með að tilboð verði opnuð í mars.

Norðfjarðargöng eiga að liggja á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Þau verða 7,5 km löng, en auk þess þarf að byggja forskála og um 5 km af vegum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert